Hvernig virkar þetta?


  1. Þú velur keramik hlut  til að mála. Við útvegum málningu, áhöld, stimpla, svampa,  stensla ofl.



  2. Þú málar á keramikið. Hægt er að nota blýant því hann brennur af.  Til að liturinn verði  sem þéttastur er gott er að hafa 3 lög af málningu  en hún er mjög fljót að þorna á milli. Byrjið á  ljósum lit því það er erfiðara að mála ljóst ofan í dökkan lit.



  3. Þegar búið er að mála keramikið skilur þú það eftir,  við glerjum og brennum en þá fær keramikið þennan fallega glans.



  4.  Þú sækir leirhlutinn um viku til 10 dögum seinna. Hægt að sækja keramikið í Reykjavík eða Laugarvatni. 

mynd 1