Pottery Krús
Að mála á keramik er frábær skemmtun. Það þarf ekki að vera með hæfileika Picasso til að búa til eigið meistaraverk aðeins að hafa gaman að því að mála. Hægt að velja úr fjölda keramik hluta t.d. bolla, diska, vasa, kertastjaka eða litlar dýrastyttur. Hlutirnir kosta frá 2.500- 10.000 kr. (sjá nánar undir verð)
Pottery Krús er staðsett á Laugarvatni (um 50 mín frá Reykjavík) í sama húsnæði og Hótel Laugarvatn. Tilvalið fyrir alls konar hópa, saumaklúbba, hópefli, fjölskylduna eða vinahópa. Gert er ráð fyrir ca. 1 1/2 –2 klst. í að mála einn hlut. Endilega sendið okkur skilaboð til að fá pakkatilboð ( gisting, matur og málað á keramik)
Pottery Krús er skapandi skemmtun fyrir alla aldurshópa.






